Færsluflokkur: Bloggar

Líkin ekki höfð með

Það er sjálfsagt að sá hluti eigenda Glitnis sem að mínu mati eru líkin sem bankakerfið þarf að dragast með séu ekki höfð með í ráðum þegar skipuleggja þarf bankakerfið til frambúðar. Eftir að Jón Ásgeir fór út þá valdi hann ranga menn með sér og missti sjónar af því góða sem hann hefur gert hér. Lifi Baugur og Bankarnir tveir eftir að náhirðin hefur verið hreinsuð út.
mbl.is Eigendur Glitnis ekki með í ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þá hinir bankarnir sterkari en áður var talið

Er þá niðurstaðan þessi. Hræðslan um Landsbankann og Kaupþing var óþörf. Bankarnir standa það sterkt að ekki er frekari þörf á aðgerðum. Gott mál fyrir okkur og þá. Hversvegna er gengið þá svona. Erum við að greiða fyrir styrk þeirra. Voru þetta kannski hefðbundinn viðskipti Glitnismanna að níða skóinn af öðrum þegar illa áraði hjá þeim. Styð það heilshugar að hinir bankarnir taki yfir Glitni. Skil ekki hversvegna eigendurnir fengu 25 %. Það þarf að svara okkur almúganum um hvað er í raun að. Fólk er að fara á taugum
mbl.is Innistæður viðskiptavina Glitnis tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta allar innistæður eða bara 3 m

Mér brá við þessa yfirlýsingu eru þetta allar innistæður eða bara skv. lögum þar sem innistæður hærri en 3 milljónir eru ekki tryggðar
mbl.is Árétting frá ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

??????????????

Eigum við að hefja uppreisn gegn bönkunum. Hætta að borga lánin og neita að yfirgefa húsin

Var þetta þá bara grín eftir allt saman

Ég er farinn að sofa og vonandi var þetta með gengið bara martröð


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir sjóðir afkoma birt 1. sept 2008

Glitnir sjóðir

6 mánaða uppgjör 2008

Stjórn Glitnis sjóða hf., sem rekur Verðbréfasjóði Glitnis, Fjárfestingarsjóði
Glitnis og Fagfjárfestasjóði Glitnis hefur staðfest árshlutareikning félagsins
fyrir fyrstu sex mánuðina 2008. 

1. Afkoma Glitnis sjóða hf. fyrstu 6 mánuði 2008

¿  Hagnaður Glitnis sjóða hf. eftir skatta fyrstu sex mánuðina 2008 nam 284
   m.kr. samanborið við 6,1 m.kr. fyrstu sex mánuðina 2007. 

¿  Rekstrartekjur námu 1.054 m.kr. samanborið við 716 m.kr. árið áður, jukust
   um 47,3% 

¿  Rekstrargjöld námu 722 m.kr. samanborið við 708 m.kr. fyrstu 6 mánuði ársins
   2007. 

¿  Heildareignir félagsins námu 971 m.kr. en voru 764 m.kr. í ársbyrjun. 

¿  Eigið fé í lok júní nam 642 m.kr. en var 358 m.kr. í ársbyrjun.
   Eiginfjárhlutfall félagsins, sem er reiknað samkvæmt lögum um
   fjármálafyrirtæki, var 157,2% í lok júní en þetta hlutfall má ekki vera lægra
   en 8,0%. 

¿  Fjármunir sjóða í stýringu Glitnis sjóða hf. námu 255.124 m.kr. í lok júní
   2008 samanborið við 238.075 m.kr. í árslok 2007, jukust um 7,16%. 

¿  Glitnir sjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á sex sjóðsdeildum í
   Verðbréfasjóðum Glitnis, fimm deildum í Fjárfestingarsjóðum Glitnis og þremur
   deildum í Fagfjárfestasjóðum Glitnis. Einnig sér félagið um stýringu á
   tveimur sjóðum fyrir Glitnir Asset Management S.A. í Lúxemborg.  Hrein eign í
   stýringu Glitnis sjóða hf. í Lúxemborg eru 2.074 m.kr. í lok júní 2008. 

¿  Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur
   árshlutareikning Glitnis sjóða hf. og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning
   Verðbréfasjóða Glitnis og Fjárfestingarsjóða Glitnis.  Þessi framsetning á
   reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga
   verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu. 

¿  Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af PricewaterhouseCoopers hf.  


Árshlutareikningur félagsins verður tilbúinn 10. september og mun liggja frammi
hjá Glitni, Kirkjusandi, 4. hæð og á www.glitnir.is 

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Glitnis sjóða hf. veitir Agla Elísabet
Hendriksdóttir, fram¬kvæmda¬stjóri í síma 440-4917.

Tryggja þarf þessa peninga okkar hér heima

Það er mikil ábyrgð sem fellst í því að koma þessum peningum fyrir. Hin öruggi sjóður níu sem keypti skuldabréf eigenda Glitnis er ekki lausn sem maður hefur trú á. Mikilvægt er að bankar og sparisjóðir upplýsi sjóðsfélaga nákvæmlega í hvaða bréfum er fjárfest hverju sinni. Við verðum að fá traust á eigendum bankanna okkar. Það verður ekki gert með því að bankakerfið dragist með þau lík í lestinni sem þar eru enn. Fróðlegt er að bera saman eigendalista Glitnis og Byrs og skoða fjárfestingastefnu sjóða hvors banka fyrir sig.
mbl.is Tugir milljarða fluttir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og ESB

Það að verða mín eina trú að Össur og co leysi þennan vanda. Ef hann réði þá værum við komnir í ESB, fjármálaeftirlitið hefði unnið vinnu sína og regluverk í kringum bankanna væri ekki míglekt


mbl.is Össur: Get gengið að öllu því sem gott er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi hann af sjóði 9

Nei líklega ekki. Lokaður í tvo daga meðan verið var að fiffa hann til. Hvar ætli sjóðstjórinn væri núna ef hann hefði neitað að kaupa skuldabréf eigendanna. Það vantar alvöru stjórnendur í bankann.
mbl.is „Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum þessa sjóði

Sjóðirnir eiga að hugsa um hag sjóðsfélaga. Það að geyma 500 milljarða í útlöndum á meðan eigið fé okkar brennur hér heima er andstætt hag sjóðsfélaganna. Væri ekki nær að þeir fjárfestu hér innanlands til að örva hagvöxt og auka þar með tekjuinnflæði í eigin sjóði. Vonandi eiga þeir ekkert í sjóði 9 eða öðrum sjóðum hjá Glitni og Byr sem fjárfestu í skuldabréfum vina sinna.
mbl.is Fundað um lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið taki allt

É skil ekki þessa umræðu það er verið að nota peningana okkar til að bjarga þessum mönnum. það er ekki á það treystandi að þessir aðilar reki bankann. Hvaðan koma lánin, hvenær þarf þjóðin að taka á sig næstu gengisfellingu til að borga lánin þeirra, úr hvaða sjóðum verða þau tryggð. Þeir settu bankann á hausinn og eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt og bankinn hefur meðhöndlað annað fólk sem fór á hausinn. Munurinn á þeim og ríkinu er að þeir hefðu hirt allt, tekið af þér frekari eignir og úthrópað þig sem skuldara.
mbl.is Róbert Wessman vill Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband