Færsluflokkur: Bloggar

Lang besta niðurstaðan

Það hlaut að koma að þessu. Niðurstöður kosninganna gefa í raun engan annan raunhæfan möguleika. Nú fáum við þýskt ástand. Stjórn stóru flokkanna þar hefur áorkað miklu á sínu fyrsta starfsári og gæti orðið þessari stjórn fyrirmynd. Hvort þessi stjórn nefnist Viðeyjar- eða Viðreisnarstjórn þá ætla ég að nefna hana Flateyrarstjórn. Afhverju? Svar: Afþvíbara
mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk stjórn S og D

Nú er bara að vona það að traust myndist á milli ISG, Þorgerðar og Geirs. Í þingflokki Samfylkingar virðast að mestu hafa raðast hófsamt fólk sem ætti að vera laust við upphlaupsáráttu. Hægt er semja málefnasamning slíkrar ríkisstjórnar í huganum. Bíð spenntur eftir Ráðherralistanum, verður fækkað, verður jafnt, verður Jón Sig, Valgerð Bjarna, Edda Rós þar á blaði, verður ....Spennandi tímar framundan
mbl.is Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir flokkarnir fengu þingmenn í samræmi við fylgi nema Ómar

Umræðan sem þessi kemur alltaf upp í lok hverra kosninga. Það er almenn sátt um að landsbyggðin hafi fleiri þingmenn, jöfnunarsætum er svo úthlutað eftir landsfylgi. Að vísu þá hefur þetta ekki komið í veg fyrri fólksfækkun úti á landi. Kerfið einsog það er í dag er það réttlátasta sem við höfum haft. Flokkarnir fá þingmannafjölda í samræmi við fylgi nema Ómar sem fékk ekkert vegna 5 % reglu. Slík regla er mjög víða sett í lýðræðisríkjum hver svo sem röksemdin er. Líklegast finnst mér röksemdin vera verndun á þeim flokkum sem fyrir eru hversu lýræðislegt sem það er nú.


mbl.is Misvægi atkvæða í alþingiskosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffibandalagið stærra en stjórnarflokkarnir, best S+D, líklegast sama stjórn áfram

Kaffibandalagið fékk samkvæmt þessu fleiri atkvæði en stjórnarflokkarnir eða 88.111 á móti 88.098 og eru þá atkvæði Íslandshreyfingarinnar ekki með. Ef landið væri eitt kjördæmi þá væri stjórnin líklega fallin. Nú er bara að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking nái saman. Einhvernveginn þá efa ég að stjórnin fari frá og við fáum sömu stjórn næstu 4 árin. Framsókn gæti td. verið með 6 ráðherra utanþings og kippt inn 6 þingmönnum og gert með sér samkomulag um að unnið verði útfrá 13 manna þingflokki. Þá er stjórnin með töluverðan meirihluta ef um þetta næst samkomulag.
mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

88.111 S+V+F 88.098 D+B Stjórnaflokkarnir með færri atkvæði en Kaffibandalagið

Stjórnarandstaðan fær fleiri atkvæði en einum þingmanni minna

Einn maður eitt atkvæði takk


Stjórnin mun falla

Það stefnir allt í það að stjórnin falli á morgun. Stjórnarandstaðan fór mikinn á ruv í kvöld og líklegt að þar hafi síðasti naglinn verið rekinn. Guðjón Arnar var góður og gæti náð 5 manninum. ISG landaði vonandi 18 manninum og VG fær 10. Ef þetta verður niðurstaðan þá er það mikill sigur fyrir Samfylkinguna. Það er ekki aðalatriði hversu stór hún verður heldur það að fella stjórnina og leiða næstu ríkisstjórn. Afhverju ekki ISG sem forsætisráðherra í samstjórn með Sjálfstæðisflokki.
mbl.is Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina starfhæfa stjórnin er S og D

Það virðist vera sammerkt með nær öllum könnunum. Eina starfhæfa stjórnin er samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Stjórn með VG í tæpum meirihluta er sem betur fer ekki raunhæf

Mikilvægt er að flykkja sér um Samfylkingun til að vægi okkar verði sem stærst í næstu stjórn. Slæmt ef menn kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa VG


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannanir virðast nokkuð samstíga

Ef spurt er þriggja spurninga þá minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins verulega. Líklegt er að allar kannanir sýni mjög svipaða niðurstöðu ef þær eru bornar saman á réttan hátt.

Framsókn er með 11%, D með 38, F með 6, S með 28, VG með 15, ómar með 2

Stjórnin heldur því naumlega velli, þökk sé Ómari og félögum


mbl.is Ríkisstjórnin með meirihlutafylgi skv. könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmt fylgi Samfylkingar

Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar þá er niðurstaðan sú að fylgi Samfylkingarinnar er mjög viðkvæmt og getur alveg eins skilað sér í auð atkvæði eða það að fólk sitji heima. Þetta er því miður mín tilfinning. Fólk sem áður hefur stutt Samfylkinguna er mjög tvístígandi vegna hræðslu um ríkisstjórn með VG. Fagra Ísland og stóriðjustoppið er eitthvert mesta fíaskó íslenskra stjórnmála. Nú er bara að skila sér á kjörstað og vona að fólkið sem situr heima ósátt mæti á kjörstað
mbl.is Ríkisstjórnin héldi velli skv. könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdáunarvert hjá frambjóðendum Samfylkingarinnar

 Aðdáunarvert að sjá frambjóðendur og forystumenn Samfylkingar ganga saman í gegnum þá göngu sem var upp bratta brekku í miklum mótvind. Á svona samheldni er hægt að byggja. Miðjufylgið er vonandi að detta inn. Allavega eru hinir ósáttu smám saman að koma heim aftur. Það er nefninlega ekkert betra þarna fyrir utan. Heima er best X-S
mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband