19.4.2007 | 09:07
Sóknin hafin áfram ISG ekkert STOPP
Um leið og Samfylkingin fór að ræða um eitthvað annað en umhverfismál þá rýkur fylgið upp. Hlaut að koma að þessu. ISG, Jón Sig, ofl. Held að álverskosningin í Straumsvík hafi valdið straumhvörfum í þessu. Margir sem kusu ætluðu einungis að mótmæla, en gerðu ekki ráð fyrir að tillagan yrði felld. Kannski hefði Alcan átt að birta þær kannanir sem gerðar voru. Fimm ára stoppið er komið í 0-3 ár og líklegt að ekkert verði af því. Frjálst hagkerfi kælir sig sjálft og er þegar byrjað. Eftir 2 ár er spáin 5 % atvinnuleysi og erfitt að standa í forystu í ríkistjórn og segja. Við lofuðum stoppi í fimm ár og ætlum að standa við það. Hvað sem á dynur þá er ISG skynsamur pólitíkus sem þekkir það ólikt flestum úr þingflokki flokksins hvernig það er að hafa vald, stjórna því og fara vel með. Það hefur margur hugsjónamaðurinn farið flatt á hugsjóninni þann dag þegar hann þarf að bera ábyrgð og stjórna fólki. Joscha Fisher fyrsti ráðherra græningja í Hessen hefur lýst þessu vel þegar hann lýsti fyrsta árinu sem einu sínu versta í sínu lífi. Hlutirnir voru ekki jafn svarthvítir og þeir virtust vera. Úr honum varð síðan einhver mesti raunsæispólitíkus sem samt gat haldið tengslum við grasrótina. Um leið og þjóðin fær það á tilfinninguna að einhver hjá VG geti sinnt slíku hlutverki þá er líklegt að VG og Samfylking verði kosinn til valda. Að öðrum kosti þá er það annaðhvort samstarf einhverra við Sjálfstæðisflokkin. Ekki er nóg að auka fylgið ef það minnkar um leið og kannanir sýna meirihluta ákveðinna afla. kv SK
![]() |
Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SteinríkurKrati
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Könnunin var gerð 10.-16.apríl, þ.e. sömu daga og þegar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fylltu fjölmiðla með landsfundartillögum og landsfundarsýningum. Mjög hátt fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun bendir til þess að "landsfundarmeðbyrinn" sé verulegur. E.t.v. á það síður við um Samfylkinguna.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 10:21
Er þetta ekki þriggja vikna uppsafn. Svo dettur vika af og ný inn.
Tómas Þóroddsson, 19.4.2007 kl. 11:20
Á vefsíðu ruv.is segir að könnunin hafi verið framkvæmd dagana 10. - 16. apríl. Það kemur hvergi fram að um þriggja vikna könnun sé að ræða. Ef aðeins er um að ræða landsfundavikuna þá er líklegt að fylgi flokkanna sé ýkt. Tilviljun og "umfjöllunarmeðbyr", svo notað sé stofnanamál, gætu verið skýringin á þessum tölum.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.