Hvers vegna gengur okkur Samfylkingarmönnum ekki betur

Enn og aftur ætlar Samfylkingin að vinna kosningabaráttuna með því að auglýsa eingöngu fyrir þá sem hanga daglega á kosningaskrifstofu flokksins. Þar eru allir sáttir og skilja bara ekki hversvegna sumir hlutir sem aldrei hafa virkað virka ekki. Aðalmálið er að sigrast á minnimáttarkennd gagnvart VG. VG mun alltaf geta yfirboðið Samfylkinguna í femínisma, umhverfisvernd og velferðarmálum. Þetta er flokkur lengst til vinstri sem þrífst best á því að vera í stjórnarandstöðu. Þessvegna sprengdu þeir R listann, þeir gátu ekki stjórnað og staðið við ákvarðanir gagnvart eigin flokksmönnum. Hvervegna hélt Samfylkingin ekki áfram að ræða um efnhagsmál í kjölfar niðurstöðu vinnuhóps sem Jón Sig stýrði. Obbin af frambjóðendum flokksins hefur í gegnum árin lofað Blair og Scroder og lýst með aðdáun hvernig þeim tókst að ná völdum. Gæti lausnin falist í frjálslyndum karlmönnum í jakkafötum sem tala um efnahagsmál. Hvar eru þessir menn og í staðinn fyrir hverja þurfa þeir að koma. Í guðana bænum farið að vinna vinnuna ykkar! 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ert þú að segja að það sé vænlegast fyrir Samfylkinguna að taka sér stríðsglæpamenn og últrahægrimenn eins og Tony Blair sér til fyrirmyndar? Heldur þú að það hali atkvæðum? Vissulega er ég sammála þér að umræða um efnahagsmál vantar hjá Samfylkingunni, ólíkt VG sem leggur áherslu á að snarbreyta skattakerfinu þannig að þeir lægstlaunuðu borgi minna og þeir hæstlaunuðu meira. Enda hefur flokkurinn lagt fram skýrar tillögur um hvernig það skuli gert, t.d. varðandi hækkun fjármagnstekjuskattsins. Samfylkingin tala á móti í almennum klisjum án þess að setja fram skýra stefnu í efnahags og skattamálum.

Guðmundur Auðunsson, 29.4.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband