Er eitthvað að marka skiptinguna í kjördæmunum? Ómar kosinn taktískt

Það eru ótrúlegar sveiflur þegar fylgi flokkanna er skoðað í einstökum kjördæmum. Fylgi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er td. 18-30 %, Sjálfstæðisflokksins í NV 28-40 og SV 37-49. Kannanirnar er flestar á sama tíma og aðferðarfræði gallup og félagsvísindastofnunar er sú sama þeas þriggja spurninga er spurt en Fréttablaðið spyr nú bara einnar spurningar en spurði þriggja síðustu vikuna 2003. Könnun þessi nær einungis til 1. maí og líklegt að Jónínuáhrifin séu ekki enn kominn að fullu inn. Allavega ef framheldur sem horfir þá ætti Samfylkingin að geta náð vopnum sínum og aukið fylgið verulega fram á kjördag. Spá mín frá 9.4 "Samfylking 27 %, VG 14 %, Ísland og Ómar 4 %, Frjálslyndir 4 %, Framsókn 14 %, Sjálfstæðisfl. 35 %, Gamlingjar 2 %.". Ef taka á tillit til að gamlingjar bjóða ekki fram þá er endurskoðuð spá eftirfarandi. Samfylking 28, Sjálfstæðisflokkur 35, Frjálslyndir 5, Ómar 4, VG 14 og Framsókn 14. Kannski menn þurfi að kjósa taktískt til að fella ríkisstjórnina þeas kjósendur í Reykjavík þurfa að koma Ómari inn til að atkvæðin falli ekki dauð


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég bendi á annað dæmi varðandi skoðanakannanir. Mér svelgdist aldeilis á kaffinu þegar ég sá könnun Capacent Gallup brotin niður á kjördæmi. Þar sem Samfylkingin að mælast með 14,4% fylgi. Við höfum í stórum könnunum verið að mælast með um eða yfir kjörfylgi, frá 20-25%.

Ég kannaði forsendur. Það er 61 svör í Norðvesturkjördæmi 0,2% af kjörskrá, vikmörk Samfylkingarinnar í þessari könnun (í þessu kjördæmi) eru 13,7%. Flokkurinn er því með fylgi á bilinu 0,7-28,1%. Hvað er þetta að segja okkur? Nákvæmlega ekki neitt. Mér finnst algjört ábyrgðarleysi að birta svona tölur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.5.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband