Ég stend upp fyrir þessari ríkisstjórn

Ég held að það hafi rétt og góð ákvörðun að láta ekki undan endalausum þrýstingi um að efla gjaldeyrisvaraforðan eða nota hann til að viðhalda útrásinni lengur. Við höfðum ekki efni á velferð undanfarinna ára og nú verðum við að borga fyrir það. Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn styrk að láta ekki unda þrýstingi sem líklega hefði framlengt veisluna sem hefði endað með þjóðargjaldþroti. Nú þarf maður reyndar að vinna helmingi meira fyrir lægri laun. Verra gæti það nú verið. Lifi Ísland
mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu, að bara sammála þér.  Aldrei kosið X-D en finnst menn vera að standa sig eins vel og hægt m.v. þá gríðarlegu þröngu stöðu sem við komin í.  Vissulega eiga stjórnvöld sinn þátt í hvernig komið, og þá ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn sem verið við stjórnartaumana eins langt aftur og "yngstu menn" muna.  En þeir eru a.m.k. að reyna að bjarga því sem bjargað verður, og hafa ekki yfirgefið skútuna, sem sennilega meira en hægt verður að segja um okkar "ástkæru útrásarvíkinga". 

ASW (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Jonni

Þó það nú væri!!! Mér finnst það engin ástæða til þess að lofsyngja ríkistjórn þessa lands að hún hafi ekki flúið land eða sé EKKI að reyna að bjarga þessari stöðu. Tíminn mun sýna hvernig það verkefni vinnst miðað við allar forsendur. Hitt er svo annað mál hvaða þátt þessir menn eiga í að koma þjóðarskútunni í þessa stöðu. Mér finnst það ódýr lýgi að kenna henni Lánalínu um öll ósköpin. Hvernig var það hægt að bankarnir gátu tekið þessi ósvífnislega háu lán erlendis og ríkið ábyrgst heila klabbið. Það vissu það allir hvernig í öllu þessu lá og hversu illa við gætum legið í því. Sérstaklega Seðlabankinn vissi þetta manna best, þ.e. DO.

Ég bara skil ekki hvernig hægt er að hrósa Sjálfstæðisflokknum fyrir að "reyna" að bjarga málinu. Það er eins og að hrósa brennuvargi fyrir að hjálpa til við slökkvistarfið, svo tekin sé myndlíking foringjans sjálfs.

Íslendingar, vaknið!!!! Allir upp á dekk!!!

Jonni, 8.10.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband