12.10.2008 | 09:36
Ég vil fá eldgos
Æ hvað væri nú gott ef Katla eða eitthvað annað stórfenglegt eldfjall færi að gjósa. Þá fengjum við smá hlé frá efnahaginum. Lítið Skáftárhlaup dugir ekki alveg til að dreifa huganum
Mjög stórt Skaftárhlaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SteinríkurKrati
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist ekki hvað þú ert að biðja um ,þá myndi þessi vandræði vera hjóm eitt miðað við sem eitt eldgos gæti leitt af sér
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 12.10.2008 kl. 09:57
JÚ víst! Íslenskar eldstöðvar til varnar áhlaupi Breta, spúandi eldi og brennisteini! Í kjölfar síðustu Skaftárelda 1783 urðu breytingar á veðurfari um alla Evrópu sem jöðruðu við hamfarir, þúsundir manna drápust hið minnsta og jafnvel er talið að neikvæð áhrif á fólksfjölgun á álfunni hafi hlaupið á milljónum þegar allt er talið. Reyndar fækkaði Íslendingum um helming en þá vorum við fátæk og vanþróuð þjóð, í dag held ég hinsvegar að Íslendingar séu best allra þjóða í stakk búnir að takast á við náttúruhamfarir, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Ef svona færi myndi athygli fjölmiðla e.t.v. færast nokkuð frá IceSave deilunni yfir á það sem væri á seyði hérna, og sennilega samúðin einnig líkt og t.d. þegar gaus í Vestmannaeyjum. Við gætum notað það sem "PR-stunt" á móti bellibrögðum Browns og tala nú ekki um ef það væri fjarri byggð og því fyrst og fremst tilkomumikið "túristagos" þá væri það tækifæri til að draga að ferðamenn og vísindamenn með erlendan gjaldeyri í vösum sínum! Maður á líka að líta á björtu hliðarnar, og átta sig á því þegar maður finnur til eigin vanmáttar að þá felast tækifærin fyrst og fremst í breyttum kringumstæðum og hvernig maður bregst við þeim. Eða er ekki allt leyfilegt, bæði í ástum sem og stríði?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2008 kl. 11:03
Gott eldgos dræpi engann heldur minnti okkur á úr hverju við erum gerð og gæfi okkur kraft til að dreifa huganum og hefja nýtt líf.
Steinríkurkrati, 12.10.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.