13.10.2008 | 15:37
Hættum nú að tala um Davíð - Lítum aðeins í eigin barm
Davíð er pólitíkus sem var skipaður seðlabankastjóri með sama hætti og flestir fyrirrennarar hans. Hann stóð vaktina þegar mest á gekk og auðvitað getum við aftursætisbílstjórarnir séð að hann gerði mistök. Það gerðu líka þeir sem hlupu með orð hans í erlenda fjölmiðla settu allt út á versta veg og jafnvel sögðu ekki alla söguna. Það gerðu líka fjölmiðlamenn og við þjóðin sem kusum þetta kerfi. Hver man ekki eftir orðum bankamannsins fyrir nokkrum árum. VIÐ HÖLDUM ÁFRAM ÞAR TIL DÓMARINN FLAUTAR. Hversvegna var ekki flautað? Því getur Alþingi eitt svarað hún setur leikreglurnar, ákveður stýritækin, ákveður persónur og leikendur. Allavega þá er ljóst að Davíð fer ekki ríkur frá þessu ólíkt mörgum öðrum. Ég hef ekki þolað karlinn í seinni tíð en það er ljóst að margir eru með hann full mikið á heilanum.
Hvað sagði Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SteinríkurKrati
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkrir punktar:
- Það þurfti enginn að hlaupa með orð Davíðs í erlenda fjölmiðla. Erlendir fjölmiðlamenn gátu auðveldlega fylgst með viðtölum við Davíð í opinni útsendingu og nóg er af fólki sem hægt er að ráða til að þýða orð hans yfir á önnur tungumál fyrir þá.
- Hvaða kerfi ertu að tala um? Ég minnist þess t.d. ekki að hafa nokkurntímann fengið að kjósa um það hver yrði seðlabankastjóri, eða að það þyrfti endilega að hafa þrjá í einu. Það var ákveðið lifandis löngu áður en ég fékk kosningarétt, og hef ég þó haft hann í ríflega áratug.
- Davíð fer kannski ekki ríkur frá þessu, en hann er alveg örugglega ekki á kúpunni, enda þénar hann seðlabankastjóralaun, sem eru með hæstu launum sem hægt er að fá í opinbera geiranum, auk þess sem hann er á forsætisráðherraeftirlaunum, sem er aðeins meira en klink til að kaupa bland í poka.
Valdís Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.