14.10.2008 | 19:22
Hafnarfjarðarkratisminn endurvakinn
Pólitíkin í Hafnarfirði hefur alltaf snúist um atvinnu og aftur atvinnu. Okkur krötunum hefur greint á við íhaldið um leiðir en meginmarkmiðið hefur alltaf verið skýrt. Núverandi meirihluti er því stílbrot á þeim Hafnarfjarðarkratisma sem við líði hefur verið . Við væru nú að byggja álver og bæjarsjóður fullur af peningum vegna sölu á Hitaveitu Suðurnesja ef Kratarnir hefðu verið einir við völd. Nú hafa menn lært (vonandi) og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa strax morgun. Pólitíkin nú verður svipuð og uppúr 1990 þeas hvernig getum við búið til störf. Nú reynir á gömlu kratana og spurning hvort ekki þurfi að flytja Guðmund Árna heim:-). Allavega ég er til ef það vantar undirskriftir, að ganga í hús, til að hægt sé að skera menn úr snörunni ef það er það sem menn vilja. Svo getur Lúlli alveg tekið af skarið og í ljósi þeirra neyðar sem er uppi að hunsa atkvæðagreiðsluna sem var eini tímapunkturinn sem hægt var að fella slíka tillögu. Lifi Alþýðuflokkurinn og arfleið hans í Hafnarfirði
Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SteinríkurKrati
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.