18.10.2008 | 13:54
Skilanefnd í Kópavog:-)
Hvað er að gerast þarna allt í góðu og svo vantar miljarð á miljarð ofan. Kannski byggingaverktakarnir geti hjálpað og skilað eitthvað af ágóðanum til baka. Svo er alltaf hægt að fara fram á frjálsa nauðarsamninga og láta byggingarverktaka borga og eignast þar með Kópavog
Milljarða bakreikningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SteinríkurKrati
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Steinríkurkrati. Vil endursegja blogg mitt um sama efni á bloggsíðu Jóns Vals :
Sæll kæri Jón Valur. Ég tek undir blogg Kristins Sigurjónssonar að meginstofni til. Ingibjörg Sólrún kom þessu okurkerfi lóða á með því að byrja borgarstjóraferil sinn á því að slá af 12-14.000 manna byggð sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins var með í skipulagsvinnu á Geldinganesi og var langt komin. Í framhaldi þessa gerræðis Ingibjargar Sólrúnar varð verulegur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu og ISG fór að bjóða upp fáeinar lóðir sem fáanlegar voru með þéttingar gamallar byggðar svo sem í Seljahverfi. Þarna fékkst fáránlega hátt verð. Þetta nýtti auðvitað dr. Gunnar Ingi sér ásamt með öðrum bæjarstjórum og snarhækkaði verð lóða hjá sér snimmhendis. Kópavogur naut góðs af framsýni Sjálfstæðismanna sem á undan dr. Gunnari voru sem höfðu undirbúið jarðveginn fyrir stækkun bæjarins m.a. með lagningu hins feykidýra, þá umdeilda, Kópavogsræsis, sem að samanlögðu varð til þess að dr. Gunnar gat með miklum hraða stóraukið framboð lóða - sem aftur vegna okurlóðaverðs varð bæjarsjóði stórkostleg tekjulind. Í þá sjóði gæti hagkvæmt rekinn bæjarsjóður núna sótt fé til að mæta innlögðum lóðum. Áður fyrr var lóðaverð metið með hliðsjón af kostnaði bæjarins við að leggja vegi og lagnir. N'una er það verð fundið og margfaldað með - tja kannski fjórum ? SIðlaust ?
Blogg Kristins :
18.10.2008 | 13:05
Þjófur tapar þýfi
Sveitastjórnir kvarta vegna skilagjalda á lóðum.
Sveitarstjórnir höfuðborgarinnar ákváðu að stórhækka lóðaverð, langt langt umfram gatnagerðagjöld. Þetta var og er ekkert annað en skattlagning sem á sér enga lagastoð, og ég kalla það þjófnað. Lóðaverðið fór í það að verða 4-falt gatnagerðagjöldin. Ef sveitastjórnirnar þurfa ekki að skila 1/4 af lóðunum, þá halda þeir eftir útlögðum kostnaði vegna gerð hverfanna. En þær væla eins og stunginn grís fyrir að þurfa að skila því sem þeir með „ólögmætum“ hætti höfðu af saklausum byggjendum sem flönuðu út í vitleysuna vegna gylliboða bankanna.
Fyrir mér er þetta eins og að hafa samúð með þjófi sem þarf að skila hluta þýfisins.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2008 kl. 14:22
Það er rétt að R listinn ber ábyrgð á þeim möguleika að hægt var fyrir smærri sveitarfélög að selja lóðir á okurverði. Það breytir því ekki að til ættu að vera sjóðir til að mæta þessum innlögnum á lóðum
Steinríkurkrati, 18.10.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.