Samfylking á siglingu stjórn velferðar og athafna

Ef Framsóknarflokkurinn fær 5 menn gætu þeir allir orðið ráðherrar sem segja af sé þingmennsku. Staðan yrði því sú sama. Mikilvægt að fella stjórnina og mynda stjórn velferðar og athafna. Held að það sé að myndast þjóðarsátt um samstjórn S og D.
mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi verður það Gallup, Félagsvísindastofnun, stjórn, stjórnarandstaða

Hver vinnur þessar kosningar! Verður það Félagsvísindastofnun eða Gallup. Gaman væri að sjá kannanirnar brotnar upp eftir hverja spurningu einsog Moggin gerði hér á árum áður. Hvað gera kjósendur nú þegar stjórnin er fallin. Fagra Ísland og stóriðjustoppið hefur gert hina frjálslyndu miðju hrædda um sinn hag. Allavega þetta verður spennandi. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna einsog vanalega!
mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið að menn treysti ekki S og VG í efnahagsmálum

Í hvert skiptið sem stjórninni er spáð falli þá tekur fylgi stjórnarflokkanna kipp. Svona staða er því miður allt of algeng þegar fólk hefur ekki tiltrú á ákveðnum aðilum við stjórn efnahagsmála. Þetta er nokkuð nærri því sem ég spáði í byrjun apríl. Einhversstaðar er úrtaksskekkja, spennandi að sjá hvar hún liggur

Tölurnar fyrir stjórnarflokkanna samkvæmt raðkönnunum Gallup eru mjög stabilar eða 49.5-48.2-50.5. Þetta er um 3 % lægra en sömu kannanir gerður ráð fyrir 2003. Fylgi stjórnarflokkanna verður því 49 % miða við sama frávik frá 2003.

Ef að líkum lætur þá eru það dauðu atkvæði Íslandshreyfingarinnar sem bjarga stjórninni


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira fylgi S nú en fyrir 4 árum skv. könnun

Samfylkingin er með meira fylgi í raðkönnunum nú en á sama tíma fyrir fjórum árum

Ég get ekki verið meira sammála leiðara blaðsins þess efnis að Samfylkingin hafi loksins fundið jafnaðarstefnuna.

Staða 5.5.2003

Gallup5.5.033.–5.5.034.5.03B(16,4)D(37,1)F(9,3)1,1S(26,1)0,3V(9,8)

VG og Framsókn skipta á fylginu og Staða Samfylkingar er betri nú en þá.

 

Ekki klúðra þessu


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralisti ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Samtals 10 ráðherrar

D Geir Haarde Forsætisráðherra

S Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra

D Þorgerður Katrín Menntmálaráðherra

S Jón Sigurðsson Fjármálaráðherra

D Árni Mathisen Heilbrigðisráðherra

S Kristján Möller Samgönguráðherra

D Einar Oddur Sjávarútvegsráðherra

S Edda Rós Karlsdóttir Viðskipta og Iðnaðarráðherra

D Guðlaugur Þór Landbúnaðarráðherra

S Katrín Júlíusdóttir Umhverfisráðherra

 


Uppgangur Samfylkingar heldur áfram. Ekki klúðra þessu

Þetta stefnir í þýskt ástand. Eina starfhæfa stjórnin virðist vera samstjórn S+D. Nú þarf Samfylkingin að fara yfir 30 % til að fara í slíka stjórn á jafnréttisgrundvelli. Allt getur hinsvegar gerst fylgið er á mikilli hreyfingu. Nú er bara að krossleggja fingurnar og vona að Samfylkingin klúðri þessu ekki. Nokkrar leiðir til þess gætu verið.

1. Auglýsingaherferð með Mörð og Dofra um Fagra Ísland

1.a Auglýsingar Framtíðarlandsins um grænt eða grátt (ekki í anda víðsýns flokks að flokka fólk svona) Skaðar okkur verulega

2. Femínistaherferð með Ástu og Þórunni

3. Lofa stjórn með VG

4. Fresta stóriðjuframkvæmdum í sex ár óháð efnahag

5. Auglýsing með Guðrúnu Ögmunds þar sem hún ver veitingu ríkisborgararéttar

6. ISG auglýsing um að hún sé kona

7. Össur ræðst á Baug með bréfi

8. Jóhanna fer að ræða öryrkjmál

9. Varaformaður flokssins settur á oddinn

10. Auglýsingaherferð um árangurinn í Straumsvík

Nú er bara að birta ráðherralistann


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna mælast stjórnarflokkarnir hærra hjá Gallup

Þessar tölur gefa um 10 % sveiflu í R N frá VG og S til D og B. Aðferðarfræðin er sú sama og tíminn sá sami. Hvað veldur þessu og hver hefur rétt fyrir sér. Kannski er þetta það sem verður mest spennandi að sjá hvaða fyrirtæki hefur rétt fyrir sér
mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður fréttablaðsins við 2003 ekki réttur

Fréttablaðið ber tölurnar saman við könnun sem þeir gerðu 9 dögum fyrir kosningar 2003. Það er einsog mig minni að þá hafi þeir spurt þriggja spurninga í stað einnar. Getur verið að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé vegna þessa stórlega ofmetið

Fréttablaðið5.5.031.&3.5.032.5.0315,635,010,71,028,80,28,722.4001.973Fylgið að setjast (2003, 5. maí). Fréttablaðið, bls. 2.

Tveggja spurninga var spurt þá og úrtakið 2400 1973 tóku afstöðu. Í dag er úrtakið 1600 manns og 995 tóku afstöðu. 20 % fleiri tóku afstöðu þá en nú. Sem dæmi þá segjast um 26 % ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú en 29 % þá. Með öðrum orðum fleiri gáfu upp þá afstöðu þá að þeir ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að fylgið sé 7 % meira í fréttinni. Muna að Samfylkingunni var spáð 26 % fylgi 4 dögum fyrir kosningar 2003:
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn eyðir mestu hlutfallslega

Framsóknarflokkurinn er sennilega að setja nýtt met í eyðslu ef miðað er við fjölda atkvæða. Alltaf spurning hver eyðir mestu. Augljóst er að Samfylkingin auglýsir mest þessa daganna. Kosningabarátta hennar virðist vel skipulögð. Athyglisvert hvað Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir lítið en Íslandshreyfingin mikið


mbl.is Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabarátta Dags B að skila sér

Samfylkingin er á mikilli siglingu á höfuðborgarsvæðinu þessa daganna. Besta kosningabaráttan er rekin af Dag B. Eggertssyni þar sem hann fer mikinn í gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkin í borgarstjórn. Sjálfsagt hafa útspil stjórnaflokkanna í Reykjavík átt að rífa fylgið upp. Dagur B hefur ásamt borgarstjórnaflokki okkar komið í veg fyrir það með mikilli festu. Frábært að sjá hvað duglegt fólk getur áorkað. Vonandi að fýlupúkarnir frá síðustu borgarstjórnarkosningum uni honum að halda áfram á þeirri braut sem hann er. Ef Samfylkingin vill komast til valda þá þarf hún að auka fylgið meðal karlmanna. Nú er bara að sjá hvað síðasta vikann gefur okkur. Þjóðinn vill breytingar en Samfylkingunni hefur alltaf tekist á finna eitthvað sem fælir fólk frá. Vonandi að auglýsingarnar um x - grænt birtist ekki aftur.
mbl.is VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband