15.10.2008 | 10:09
Er þá þensla ennþá
Stýrivextir lækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 09:20
Við munum að sjálfsögðu rísa upp en með hverjum
Íslenska þjóðin mun að sjálfsögðu rísa upp úr þessu. Spurningin er með hverjum við viljum gera það
Viljum við Seðlabankann óbreyttan eða eigum við að gefa honum meiri völd
Viljum við umræðustjórnmál góðærisins þar sem pólitíkussar komust upp með að gera ekki neitt
Viljum við fjármálaeftirlit sem er í fullu starfi við að koma sér undan því sem það á að gera
Viljum við erlendar fjárfestingar í stóriðju
Viljum við fara í ESB
Allavega það að taka lán og aftur lán og láta svo ESB sjá um rest er engin töfralausn það þarf vinnandi hendur og vinnandi stjórnmálamenn sem skapa störf til að ná okkur upp úr þessu
Svalir Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2008 | 19:22
Hafnarfjarðarkratisminn endurvakinn
Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 17:12
Óska eftir lista FME um hvað það hefur gert sl. 5 ár
Óska eftir að Fjármálaeftirlitið láti okkur hafa lista yfir þær aðgerðir sem það hefur gripið til síðastliðin 5 ár. Sektargreiðslur og úrræði. Ætli a4 blað dugi ekki
Verða að svara til saka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2008 | 15:49
Eigið fé var 2 m skuldir 30 og eignir 32 93 % lán
Landsbankamenn svari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 14:51
Össur flottur
Össur er að skora mikið í þessum hremmingum. Treysti honum einna best til að leiða okkur í gegnum þetta
Vill lífeyrissjóði í Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 12:53
Færsla frá Gunnari Axel um Byr - Ótrúlegt athæfi eigenda
Birit hér færslu frá Gaflaranum Gunnari Axel
Hér er á ferðinni hlutir sem hið "harða" fjármálaeftirlit okkar hefur örugglega ekki samþykkt
Vart þarf að taka það fram að stærstu eigendur Byrs voru stórir hluthafar í Íslandsbanka
Þetta bara getur ekki verið löglegt, og svo hrynja sjóðir Byrs og almenningur tapar. Það á að skila þessum peningum og setja inn í peningamarkaðssjóði Byrs
Mánudagur, 13. október 2008
Nokkrar ískaldar staðreyndir um Byr sparisjóð
1. Samkvæmt árshlutauppgjöri Byrs fyrir fyrri hluta árs 2008, ákváðu stofnfjáreigendur í Byr í ágúst sl. að greiða sjálfum sér tæpa 13,5 milljarða í arð fyrir árið 2008. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að árið væri aðeins hálfnað og mikil óvissa ríkti á fjármálamörkuðum heimsins. Ekki veit ég til þess að þessi ráðstöfun eigi sér neina hliðstæðu í rekstri fyrirtækis að þessari stærðargráðu á Íslandi, enda eru arðgreiðslur vanalega ákvarðaðar í tengslum við ársuppgjör fyrirtækja og taka mið af afkomu þeirra. Það hlýtur að teljast mjög svo sérstakt að þegar allar fjármálastofnanir vinna hörðum höndum að því að styrkja eiginfjárstöðu sína vegna sífellt versnandi aðstæðna á fjármálamörkuðum, þá skuli stjórnendur Byrs gera hið gagnstæða og draga þannig verulega getu sjóðsins til að standa af sér áföll.
Arðgreiðslan var greidd útaf svokölluðum varasjóði, sem allt þar til nú hefur verið haldið sérstaklega til haga í bókhaldi sparisjóðanna og ekki talin eign stofnfjáreigenda.
Í útgefendalýsingu frá Byr sparisjóði frá því í nóvember 2007 má t.d. lesa eftirfarandi:
Eigið fé sparisjóðsins skiptist í varasjóð annars vegar, sem myndar bróðurpart þess, og hins vegar í stofnfé. Varasjóður er bundinn í sparisjóðnum. Stofnféð er hins vegar háð sérgreindum eignarréttindum stofnfjáreigendanna. Eignarhaldi á stofnfé fylgir engin eignarhlutdeild í varasjóði, gagnstætt því sem gildir um hlutafélög, heldur er stofnfjáreigendum aðeins falin stjórn þess. Þeim er í raun trúað fyrir því í almannaþágu. Lög reisa sérstakar skorður við því að hvaða marki umbuna má stofnfjáreigendum af eigin fé sparisjóðsins. Til að mynda er það utanaðkomandi aðili, Tryggingasjóður sparisjóða, sem setur þak á heimildir til útborgunar á arði hvers árs.
Með þessari aðgerð, sem hlýtur að teljast dæmalaus með öllu, lækkaði eiginfjárhlutfall Byrs verulega, enda var þarna um að ræða stóran hluta af eigin fé sjóðsins, sem núverandi valdhafar ákváðu að taka út úr rekstrinum og færa sjálfum sér. Fjármálaráðherra landsins, Árni M. Mathisen er í hópi stofnfjáreigenda Byrs en hann hefur ekki viljað upplýsa um hversu stór eignarhlutur hans er.
2. Í fréttum af fyrirhugaðri hlutafélagavæðingu Byrs sem birtust víða í íslenskum fjölmiðlum fyrr á árinu var sagt að við breytinguna yrði stofnuð sérstök sjálfseignarstofnun sem fara bæri með hinn áður nefnda varasjóð. Ætti stofnunin að styðja við menningar- og líknarmál eins og eldri samþykktir sjóðanna höfðu ávallt gert ráð fyrir. Var staða umrædds varasjóðs þá í kringum 25 milljarðar króna og Byr í heild metinn á liðlega 58 milljarða. Af góðmennsku sinni ákváðu stofnfjáreigendur að ráðstafa sem nemur 6,4% af verðmæti fyrirtækisin í þessa verlferðarstofnun, þ.e. um 3,8 milljörðum króna. Um þetta má t.d. lesa í þessari frétt frá Kaupþingi frá 26. ágúst sl.
Velferðarsjóðurinn Byr Ses. var vissulega stofnaður og má sækja samþykktir hans hér. Í þeim er þó erfitt að sjá að um sama sjóð sé að ræða og vitnað er til í ofangreindri frétt, enda er stofnfé sjóðsins aðeins 1. milljón króna og tilgangur sjóðsins virðist fyrst og síðast vera að stuðla að vexti og viðgangi Byrs hf, eins og segir orðrétt í 3. grein samþykktanna. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um frekari upplýsingar sem varða velferðarsjóðinn, s.s. hvort einhverjir fjármunir umfram þessa eina milljón séu í sjóðnum og þá í hverskonar eignum, hafa engin svör borist frá stjórnendum Byrs.
Meira um þetta mál síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 12:38
Ætli margir sjóðir séu með stöðu í úrvalsvísitölunni
Úrvalsvísitalan 715 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 10:37
Næsta ár gæti orðið hræðilegt
Við íslendingar hugsum ekki nægjanlega oft til lang tíma. Nú þegar fyrirtæki fara í þrot og vinnandi hendur fá ekki vinnu þá er of seint að biðja um erlenda fjárfestingu hér. Við þurfum á öllu því að halda sem bíðst í dag.
Green: Einhver mun kaupa eignir Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
SteinríkurKrati
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar