Ætlum við bara að taka lán og aftur lán

Fínt að fá lán frá Rússum til að borga skuldir og halda okkur gangandi. Það er því miður vísbending á lofti að Draumaland hvers stjórnmálamans verði til þess að fall okkar heldur áfram.

Engin evra, ekkert ESB af því að íhaldið vildi það

Engin álver engar virkajnir af því að Samfylkingin vildi það

Engin olíuhreinsunarstöð af því að engin vildi það

Engin erlend fjárfesting vegna málfundaræfinga stjórnmálaflokkanna

Líklega þarf að endurreisa gamla flokka sem hugsa um atvinnu fólksins


mbl.is Viðræður við Rússa hefjast í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir ekki 1000 x fleiri bara Glitnir þurfti mun meira

Ætti kannski að segja okkur hversu sumir islensku bankanna voru í raun stórir og illa staddir miðað við okkar litla hagkerfi. 700 milljarðar dollara eru 0,7 milljarðar dollara fyrir okkar hagkerfi eða 50-70 milljarðar íslenskra króna. Þetta er mun minni upphæð en Glitnir vildi fá eitt að láni við upphaf hrunsins. Við gátum bara ekki bjargað þeim og svo settu Bretar Kaupþing á hausinn
mbl.is 250 milljarðar dala til bandarískra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur stóð sig vel

Ólafur stóð sig mjög vel í útrásinni. Það var hans hlutverk að kynna þjóð og það sem hún hafði fram að færa. Hann mun spila veigamikið hlutverk í því endurreisnarstarfi sem framundan er. Það voru stjórnmálamenn sem áttu að sjá um regluverkið og viðskiptamennirnir um að rétt væri unnið innan þess ramma. Vonandi hafa þessir menn ekki misnota embættið


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að vinna þessa frétt betur 600 m evra = 112 miljarðar evra

600 miljónir evra í einn banka hér eru sama og 112 milljarðar evra sem er meira en tvöfalt framlag Bresku ríkisstjórnarinnar í allt kerfið miðað við höfðatölu. Er slíkt réttlætanlegt. Nei um það snérist málið þeas stærð aðgerðarinnar en ekki aðgerðina sjálfa
mbl.is Munur á björgunaraðgerðum breskra og íslenskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum nú að tala um Davíð - Lítum aðeins í eigin barm

Davíð er pólitíkus sem var skipaður seðlabankastjóri með sama hætti og flestir fyrirrennarar hans. Hann stóð vaktina þegar mest á gekk og auðvitað getum við aftursætisbílstjórarnir séð að hann gerði mistök. Það gerðu líka þeir sem hlupu með orð hans í erlenda fjölmiðla settu allt út á versta veg og jafnvel sögðu ekki alla söguna. Það gerðu líka fjölmiðlamenn og við þjóðin sem kusum þetta kerfi. Hver man ekki eftir orðum bankamannsins fyrir nokkrum árum. VIÐ HÖLDUM ÁFRAM ÞAR TIL DÓMARINN FLAUTAR. Hversvegna var ekki flautað? Því getur Alþingi eitt svarað hún setur leikreglurnar, ákveður stýritækin, ákveður persónur og leikendur. Allavega þá er ljóst að Davíð fer ekki ríkur frá þessu ólíkt mörgum öðrum. Ég hef ekki þolað karlinn í seinni tíð en það er ljóst að margir eru með hann full mikið á heilanum.
mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhuga NEI! FRAMKVÆMA

Svona mál þarf líka að vinna fumlaust og framkvæma strax. Ef við ætlum að lifa þá getum við ekki látið eignamennina og aðrar ríkisstjórnir vaða yfir okkur
mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín grein frá góðum leiðtoga

Kannski kratinn fari að ganga í Samfylkinguna í stað þess að dreyma endalaust um endurreisn Alþýðuflokksins
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við ekki þessa peninga eða?

Ríkisstjórnin verður að frysta eigur þeirra. Við getum ekki borgað þetta allt. Mikilvægt er að opinbert verði hverjir skulda Landsbankanum í gegnum lán og skuldabréfasjóði. Þetta þarf líka að gera þeirra vegna. Það getur bara velverið að við höfum rangt fyrir okkur.
mbl.is Novator selur í Elisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek ofan fyrir Jóni Ásgeir að mæta. Fjórða valdið ber líka ábyrgð

Svona eiga menn að vera. Maður var nú ekki sammála öllu sem hann sagði en hann mætir og tekur þátt í því að ausa bátinn með öllu sínu liði. Allavega trúi ég því. Egill talaði einsog þjóðin reið út í þá ríku. Ég er líka jafn reiður út í fjórða valdið. Egill verður líka að líta í eigin barm.
mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

SteinríkurKrati

Höfundur

Steinríkurkrati
Steinríkurkrati
fjölskyldumaður, eilífðarkrati, gaflari og hrokagikkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband